Aldís Ylfa nýr aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki kvenna í knattspyrnu

Aldís Ylfa Heimisdóttir verður aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu hjá ÍA og þjálfari 2. flokks kvenna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Knattspyrnufélagi ÍA.

Magnea Guðlaugsdóttir var nýverið ráðin sem aðalþjálfari mfl. kvenna en liðið leikur í 2. deild á næsta tímabili eða þriðju efstu deild.

Aldís Ylfa er þaulreyndur þjálfari þrátt fyrir ungan aldur. Hún hefur þjálfað yngri flokka félagsins í mörg ár og aðstoðað við þjálfun yngri landsliða hjá Knattspyrnusambandi Íslands.

Aldís Ylfa er með KSÍ B þjálfaragráðu og sækir nú námskeið til KSÍ A réttinda.