Árgangamóti Knattspyrnufélags ÍA sem var á dagskrá í nóvember á þessu ári hefur verið frestað fram til ársins 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum mótsins. Árgangamótið hefur notið vinsælda á undanförnum árum þar sem að konur – og karlar á öllum aldri keppa í knattspyrnu sér til gamans í Akraneshöllinni og styðja um leið við bakið á Knattspyrnufélagi ÍA.
Í tilkynningunni sem send var út í dag kemur fram á árgangamótinu hafi verið frestað vegna óviðráðanlegra orsaka.
„Takk svo mikið fyrir að taka svo vel í árgangamótið okkar sem átti að vera núna í nóvember. Frábær stemmning sem var að myndast í mörgum árgöngum.👏 En því miður verðum við að fresta mótinu vegna óviðráðanlegra orsaka. 😔 Við biðjum ykkur að halda stemmningunni á lofti og geyma hana í eins og eitt ár því 12. Nóvember 2022 verður geggjað árgangamót sem enginn ætlar að missa af. Takið daginn frá og gerum þetta saman að ári.⚽️🍾
Höldum áfram að styðja okkar félag, áfram Skagamenn.🖤💛“