Fjarkennsla tekin upp á ný í FVA og Tæknimessu frestað

Fjarkennsla verður í Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi í dag og á morgun. Skólastjórnendur í FVA grípa til þessara aðgerða vegna Covid-19 smita sem eru til staðar á Akranesi.

Fram kemur í tilkynningu á vef skólans að alvarleg staða sé upp komin vegna smits af kórónuveiru hér á Akranesi.

Smitrakning er í gangi og búist við miklum fjölda fólks í sýnatöku hjá HVE í dag. Smitið er ekki upprunnið í FVA en breiðist mögulega út í skólanum.

Tæknimessu 2021 sem halda átti í FVA á morgun í samstarfi við SSV og iðnfyrirtæki á Vesturlandi, er frestað um óákveðinn tíma. Um næstu helgi verður staðan tekin að nýju og ákvörðun tekin um næstu skref.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/11/03/nyjustu-covid-19-tolurnar-a-vesturlandi-umtalsverd-fjolgun-smita-a-akranesi/