Umtalsverð fjölgun Covid-19 smita er á Vesturlandi samkvæmt uppfærðum upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.
Á Akranesi eru 25 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit og greindust því 14 ný smit í gær. Í Borgarnesi greindust 6 einstaklingar með Covid-19 smit.
Einstaklingum í sóttkví fjölgar því umtalsvert á Akranesi í kjölfarið en alls eru 63 í sóttkví og bættust 52 í þann hóp í gær.
Í tveimur þéttbýliskjörnum á Vesturlandi er ekkert smit til staðar eins og sjá má á þessum töflum hér fyrir neðan frá Lögreglunni á Vesturlandi.