[sam_zone id=1]

Fjölbreytt dagskrá á HEIMA-SKAGI tónlistarhátíðinni


Það verður nóg um að vera á tónlistarhátíðinni HEIMA-SKAGI sem haldin verður samhliða Vökudögum, menningarhátíð Skagamanna.

Á HEIMA-SKAGI koma listamenn/hljómsveitir á Akranes laugardaginn 6. nóvember og halda tónleika heima hjá nokkrum íbúum eða í öðrum skemmtilegum híbýlum.

Nánar um hátíðina á fésbókarsíðu HEIMASKAGA og miðasala er á TIX.

Listafólkið sem hefur boðað komu sína eru: Unnur Birna og Bjössi Thor, Kristín Sesselja, Svavar Knútur, Svala, Lay Low, Bjartmar, The Vintage Caravan og Eddi Lár og Andrea Gylfa.