Hákon Arnar og Bjarki Steinn valdir í U-21 árs landslið karla

Tveir fyrrum leikmenn úr röðum ÍA eru í U-21 árs landsliði Íslands í knattspyrnu karla fyrir næstu tvo leiki liðsins.

Ísland mætir Liectenstein föstudaginn 12. nóvember og Grikklandi þriðjudaginn 16. nóvember.

Ísland er í 4. sæti riðilsins í undankeppni EM 2023 en liðið er með 4 stig eftir 3 leiki.

Leikmennirnir eru Bjarki Steinn Bjarkason sem leikur með Venezia í efstu deild á Ítalíu og Hákon Arnar Haraldsson sem leikur með FCK í dönsku úrvalsdeildinni.

Hópurinn:

Hákon Rafn Valdimarsson – Elfsborg

Jökull Andrésson – Morecambe – 1 leikur

Kolbeinn Þórðarson – Lommel – 11 leikir, 1 mark

Log Hrafn Róbertsson – FH

Bjarki Steinn Bjarkason – Venezia – 6 leikir

Valgeir Lunddal Friðriksson – Häcken – 5 leikir

Finnur Tómas Pálmason – KR – 7 leikir

Birkir Heimisson – Valur – 2 leikir

Ágúst Eðvald Hlynsson – Horsens – 6 leikir

Stefán Árni Geirsson – KR – 4 leikir

Sævar Atli Magnússon – Lyngby – 3 leikir

Orri Hrafn Kjartansson – Fylkir – 1 leikur

Hákon Arnar Haraldsson – FC Köbenhavn – 3 leikir, 2 mörk

Karl Friðleifur Gunnarsson – Breiðablik – 1 leikur

Valgeir Valgeirsson – HK

Atli Barkarson – Víkingur R. – 3 leikir

Kristall Máni Ingason – Víkingur R. – 2 leikir

Viktor Örlygur Andrason – Víkingur R. – 3 leikir

Kristian Nökkvi Hlynsson – Ajax – 2 leikir

Brynjólfur Andersen Willumsson – Kristiansund – 16 leikir, 1 mark