Lokað fyrir heimsóknir á Höfða vegna stöðunnar á Covid-19 smitum á Akranesi

Í ljósi stöðunnar á smitum vegna COVID-19 á Akranesi, hafa stjórnendur Dvalarheimilisins Höfða, ákveðið að loka Höfða fyrir öllum heimsóknum fram yfir helgi. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Þar segir ennfremur að staðan verði endurmetin á mánudaginn.

Eingöngu verða veittar undanþágur í tilfellum þar sem um alvarleg veikindi er að ræða eða ef einstaklingur er kominn á lífslokameðferð. Við þökkum kærlega fyrir þann skilning og hlýhug sem íbúar og aðstandendur hafa hingað til sýnt í orði og verki.

Með vinsemd og virðingu,

Kjartan Kjartansson, framkvæmdastjóri.
Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarforstjóri.