Stefán Teitur og Ísak Bergmann valdir í A-landslið karla í knattspyrnu

Tveir fyrrum leikmenn ÍA eru í A-landsliðshópnum sem Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu valdi í dag. Næstu leikir Íslands eru á útivelli þann 11. og 14. nóvember í undankeppni Heimsmeistaramótsins 2022.

Ísak Bergmann Jóhannesson og Stefán Teitur Þórðarson eru í hópnum.

Ísland mætir Rúmeníu á National Arena í Bucharest fimmtudaginn 11. nóvember kl. 19.45 og Norður Makedóníu á National Arena Todor Proeski sunnudaginn 14. nóvember kl. 17:00.

Um er að ræða síðustu tvo leiki Íslands í riðlin­um. Ísland er í 5. sæti í riðlin­um af sex liðum með 8 stig eft­ir átta leiki. Ísak Óli Ólafs­son, Arn­ór Ingvi Trausta­son og Aron Elís Þránd­ar­son koma inn í hóp­inn en voru ekki í síðasta verk­efni.

Hópurinn:

Elías Rafn Ólafsson – FC Midtjylland – 2 leikir

Patrik Sigurður Gunnarsson – Viking

Rúnar Alex Rúnarsson – OH Leuven – 12 leikir

Alfons Sampsted – Bodö/Glimt – 6 leikir

Birkir Már Sævarsson – Valur – 102 leikir, 3 mörk

Brynjar Ingi Bjarnason – Lecce – 8 leikir, 2 mörk

Ari Leifsson – Stromsgodset – 1 leikur

Daníel Leó Grétarsson – Blackpool – 3 leikir

Ísak Óli Ólafsson – Esbjerg – 1 leikur

Ari Freyr Skúlason – IFK Norrköping – 82 leikir

Guðmundur Þórarinsson – New York City FC – 10 leikir

Birkir Bjarnason – Adana Demirspor – 103 leikir, 14 mörk

Andri Fannar Baldursson – FC Köbenhavn – 8 leikir

Albert Guðmundsson – AZ Alkmaar – 27 leikir, 6 mörk

Mikael Egill Ellertsson – SPAL – 2 leikir

Stefán Teitur Þórðarson – Silkeborg – 5 leikir, 1 mark

Aron Elís Þrándarson – OB – 6 leikir

Ísak Bergmann Jóhannesson – FC Köbenhavn – 8 leikir, 1 mark

Þórir Jóhann Helgason – Lecce – 5 leikir

Jón Dagur Þorsteinsson – AGF – 14 leikir, 1 mark

Arnór Ingvi Traustason – New England Revolution – 40 leikir, 5 mörk

Viðar Örn Kjartansson – Valerenga – 32 leikir, 4 mörk

Sveinn Aron Guðjohnsen – Elfsborg – 6 leikir

Andri Lucas Guðjohnsen – Real Madrid – 4 leikir, 2 mörk