Strætóstoppistöðvar fá falleinkunn í nýrri úttekt ÖBÍ – allar stöðvar á Akranesi með slæmt eða mjög slæmt aðgengi

Í nýrr greiningu á vegum Öryrkjabandalags Ísland, sem VSÍ Rágjöf vann, kemur fram að 110 stoppistöðvar Strætó af alls 113 á landsbyggðinni eru með slæmt eða mjög slæmt aðgengi eða yfirborð.

Þar af voru 88 biðstöðvar með bæði mjög slæmt aðgengi og mjög slæmt yfirborð.

Ríkisstjórn Íslands hefur sett fram þau markmið að 90% stoppiistöðva uppfylli hönnunar – og öryggiskröfur árið 2021. Það er því langt í land að þeim markmiðum verði náð.

Miðað við þær forsendur sem miðað var við í greiningunni eru 54 stoppistöðvar nothæfar fyrir hjólastólanotendur og 67 stoppistöðvar hæfar til að taka á móti göngu – arma – og handskertum.

Kröfur blindra – og sjónskertra eru einungis uppfylltar á 8 stoppistöðum.

Við greininguna var áberandi hversu margar stoppistöðvar á landsbyggðinni eru staðsettar á bílaplani bensínstöðvar eða vegsjoppu. Tímatöflustaur var iðulega illa staðsettur fyrir einstaklinga í hjólastólum – sem annaðhvort þurfa að komast upp á eyju milli bílaplans bensínstöðvar og þjóðvegar til þess að skoða töfluna eða þvera þarf möl eða gras til að komast að tímatöflustaur. Oft var mikil hæð upp í tímatöflurnar ef þær voru á annað borð til staðar.

Alls eru 7 stoppistöðvar á Akranesi. Allar stoppistöðvarnar fá slæma eða mjög slæma einkunn í úttektinni.