Blikksmiðja Guðmundar „reddar“ HEIMA-STREYMI tónlistarhátíð í kvöld

Í kvöld verður boðið upp á Heima-Streymi þar sem að Andrea Gylfa og Eddi Lár og Bjartmar Guðlaugsson koma fram. Um er að ræða öðruvísi nálgun á tónlistarhátíðina HEIMA-SKAGI sem átti að fara fram í kvöld á Akranesi. Hátíðinni var aflýst vegna faraldursins sem er til staðar í samfélaginu en Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir eru skipuleggjendur hátíðarinnar

„Öðruvísi tímar kalla á öðruvísi nálgun. Heima-Skaga hátíðin eins og hún átti að vera á laugardaginn frestast til næsta árs, en það er ekki þar með sagt að við getum ekki haft gaman á sama tíma – í sitt hvoru lagi. Það var grikkur um síðustu helgi, gerum gott úr þessari. Áfram og upp!,“ segir m.a. í tilkynningu frá HEIMA-SKAGA.

Andrea Gylfa, Eddi Lár og Bjartmar Guðlaugsson munu spila í Blikksmiðju Guðmundar sem er einn af aðalstyrkaraðilum hátíðarinnar. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er áætlað að þeim ljúki rétt eftir 22.

Hægt er að nálgast tónleikana í gegnum Youtube. Í gegnum snjallsjónvarp, snjalltæki og tölvur. Einnig er hægt að varpa tónleikunum upp í sjónvarp í gegnum snjalltæki.

Smelltu hjá myndin eða hér til að tengjast HEIMA-STREYMI

https://www.youtube.com/watch?v=cQHD1hcDibY