Nýjustu Covid-19 tölurnar á Vesturlandi – laugardaginn 6. nóvember

Alls greindust 96 einstaklingar með Covid-19 smit á landinu í gær. Þar af voru 57 utan sóttkvíar. Það er nokkuð minna en daginn áður, þegar metfjöldi smita greindist.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi eru 141 í einangrun í landshlutanum með Covid-19 smit og þar af eru 102 á Akranesi.

Á föstudaginn voru 93 einstaklingar með covid-19 smit á Akranesi og bættust því 9 við í gær.

Vel á fimmta hundrað eru í sóttkví á Akranesi en sú tala fer lækkandi miðað við nýjustu upplýsingar.