Gert er ráð fyrir allar stofnanir á skóla- og frístundasviði Akraneskaupstaðar verði með starfsemi á morgun mánudaginn 8. nóvember en þó er vitað að einhver skerðing mun verða á þeim stöðum þar sem starfsmenn eða börn eru í einangrun eða sóttkví.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað vegna stöðunnar í samfélaginu vegna fjölda Covid-19 smita á undanförnum dögum.

Kvöldstarf félagsmiðstöðvarinnar Arnadals mun vera lokað eitthvað áfram.
Stjórnendur munu í dag senda foreldrum upplýsingar um hvernig starfseminni verði háttað næstu daga með þeim fyrirvara þó að staðan breytist ekki frá því sem hún er í dag.