Nýjustu Covid-19 tölurnar á Vesturlandi – sunnudaginn 7. nóvember 2021

Covid-19 smitum á Vesturlandi fer fækkandi en alls eru 139 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit í landshlutanum en á laugardag voru smitin alls 141.

Á Akranesi eru 105 einstaklingar með Covid-19 smit og greindust 3 einstaklingar í gær. Það fækkar einnig í hópi þeirra sem eru í sóttkví en á Akranesi eru 387 í sóttkví en á laugardag voru 416 í sóttkví.

Á landinu öllu greindust 90 einstaklingar með Covid-19 smit. Hátt í sjö hundruð hafa greinst með veiruna það sem af er nóvembermánuði, að jafnaði rúmlega 100 á dag.