Gríðarleg aukning í heimsóknum á skagafrettir.is – nýtt aðsóknarmet

Gríðarleg aukning hefur verið í heimsóknum á vef Skagafrétta á undanförnum vikum og gærdagurinn var sá stærsti í fimm ára sögu fréttamiðilsins.

Rétt rúmlega 6.800 einstakir notendur komu í heimsókn á skagafrettir.is, þriðjudaginn 9. nóvember.

Fyrra aðsóknarmetið var slegið rækilega en það var frá því í febrúar 2020 – 5.139 einstakir notendur.

Gestir gærdagsins flettu mörgum fréttum og skoðuðu sig vel um í fréttasafni Skagafrétta en um 18.000 flettingar voru á vefnum á þessum sögulega degi.

Stærstu dagar Skagafrétta frá upphafi eru:

9. nóvember 2021 – 6.838 gestir
14. febrúar 2020 – 5.139 gestir
14. janúar 2019 – 4.120 gestir
14. nóvember 2018 – 3.165 gestir
20. desember 2017 – 2.997 gestir