Ketill Már Björnsson og Ingibjörg Finnbogadóttir hafa á undaförnum árum bjargað Möggu Hall húsinu í Hnífsdal sem byggt var árið 1910.
Ketill og Ingibjörg, sem eru búsett á Akranesi, rákust á þetta hús þegar þau voru að hlaupa saman um svæðið. Þau heilluðust af hugmyndinni að eignast húsið og gera það upp. Húsið var afar illa farið þegar hjónin tóku þá ákvörðun að fara í það verkefni að byggja það upp alveg frá grunni – og útkoman er stórglæsileg.
Þau biðu í eitt ár þar til að húsið fór í söluferli. Það er óhætt að segja að Ketill og Ingibjörg hafi unnið hálfgert kraftaverk í endurgerð hússins – eins og sjá má á þessum myndum og í viðtali sem birt var í Fréttablaðinu fyrr á þessu ári.
Tenging þeirra við Hnífsdal var upphaflega engin en bæði eiga þau ættir að rekja vestur.