Akranes í aðalhlutverki í nýju tónlistarmyndbandi hjá Vök

Margrét Rán og félagar hennar í stórhljómsveitinni Vök beina kastljósinu að Akranesi og nærumhverfi í nýju myndbandi sem tekið var upp á Akranesi í lok september á þessu ári. Lagið heitir Running Wild og hefur vakið töluverða athygli hér á landi og að sjálfsögðu erlendis, en Vök á sér stóran aðdáendahóp erlendis.

Foreldrar Margrétar eru Jóna Guðrún Guðmundsdóttir og Magnús Valþórsson. Jóna Guðrún er fædd á Akranesi og er dóttir þeirra Guðmundar Hannessonar vélstjóra og Margrétar Gunnarsdóttur.

Margrét Rán sagði í viðtali við Skagafréttir árið 2017 að hún ætti góðar æskuminningar frá Akranesi.

„Ég tengi Akranes við frábærar æskuminningar. Það var æðislegt að fá að alast þar upp þó ég hafi nú ekki verið alla mína æsku þar en maður fékk algjört frelsi sem barn að leika sér útum allan bæ,“ sagði söngkonan Margrét Rán Magnúsdóttir í viðtali við Skagafréttir í febrúar 2017.

http://localhost:8888/skagafrettir/2017/02/25/hljomsveitin-vok-med-stort-skagahjarta/