Nýjustu Covid-19 tölurnar á Akranesi – fimmtudaginn 11. nóvember 2021

Alls greindust 200 einstaklingar með Covid-19 smit á landinu í gær og er um metfjölda að ræða.

Áður höfðu mest 178 einstaklingar verið greindir á einum degi en það var í fyrradag.

Á landinu öllu eru 1.505 í ein­angr­un vegna Covid-19 og 2.365 eru nú í sótt­kví.

Á Vesturlandi eru 176 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit þar af eru 140 á Akranesi – og bættust 7 smit við í gær.