Pollur leggur fjölskyldu Bjarka Fannars lið með bílaþrifum 21-22 nóvember

Pollur Bílaþvottur ætlar að styðja við bakið á fjölskyldu Bjarka Fannars hér á Akranesi með því að gefa vinnu við bílaþrif og bón helgina 21-21 nóvember 2021. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Polli.

Safnað verður fyrir fjölskyldu Bjarka Fannars Hjaltasonar.

Bjarki Fannar er 14 ára ára og næst elstur fimm systkina. Bjarki Fannar fer í viðamikla hjartaaðgerð í Boston í Bandaríkjunum þann 6. desember en hann hefur glímt við hjartasjúkdóm í mörg ár. Bjarki Fannar þjáist af sjaldgæfum hjartagalla sem kallast Shone´s syndrom. Hann fór mjög ungur í tvær hjartaaðgerðir vegna sjúkdómsins og nú er komið að þeirri þriðju.

Foreldrar hans eru Hjalti Arnar Jónsson og Myrra Gísladóttir. Fjölskyldan fer saman út í lok nóvember og dvelur þar til 3. janúar 2022. Kostnaðurinn við þetta stóra verkefni fyrir fjölmenna fjölskyldu. Þau hafa gripið til þess ráðs að leita aðstoðar almenning og komið af stað söfnun á

gogetfunding.com/bjarkifannar

Pollur leggur sitt af mörkum í þessari söfnun og er hægt að panta tíma
í síma ☎️ 790-3500 og á