Nýjustu Covid-19 tölurnar á Akranesi – laugardaginn 13. nóvember 2021

Alls greindust 135 einstaklingar með Covid-19 smit í gær á Íslandi, föstudaginn 12. nóvember, og þar af voru 57 í sóttkví við greiningu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.

Alls eru núna 1617 einstaklingar í einangrun og 2672 í sóttkví. Þessum tölum ber að taka með fyrirvara þar sem að vefsíðan covid.is verður ekki uppfærð fyrr en á mánudaginn.

Á Akranesi eru 130 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit og 84 eru í sóttkví. Á Vesturlandi eru 156 í einangrun með Covid-19 smit og 121 í sóttkví.

Faraldurinn virðist því vera á niðurleið á Akranesi eins og þessar töflur gefa til kynna.