Flottur árangur hjá keppendum frá Klifurfélagi ÍA á Íslandsmótinu

Keppendur frá Klifurfélagi ÍA og þá sérstaklega stúlkurnar náðu flottum árangri á Íslandsmeistaramótinu í klifri sem fram fór nýverið í Klifurhúsinu í Reykjavík.

Keppt var í grjótglímu (e. bouldering) en mótið var fjórða og síðast mót Íslandsmeistarmótaraðarinnar fyrir árið 2021. Skagmenn voru fjölmennir en tólf klifrarar mættu til leiks fyrir ÍA. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Klifurfélagi ÍA.


Í C- flokki sigraði Þórkatla Þyrí Sturludóttir örugglega með því að toppa sjö af átta leiðum og tryggði sér þar með samanlagðan Íslandsmeistartitil fyrir árið 2021, en Þórkatla Þyrí bar sigur úr býtum á þremur af fjórum mótum ársins 2021, auk þess sem hún landaði silfurverðlaunum á Íslandsmeistaramótinu í línuklifri sem fram fór fyrir tveimur vikum á Smiðjuloftinu á Akranesi.

Í öðru sæti í samanlögðu var Ester Guðrún Sigurðardóttir með tvenn silfurverðlaun og ein bronsverðlaun, og landaði því flottum silfur verðlaunum fyrir ÍA í samanlögðu á sínu fyrsta ári í keppni.


Í B-flokki hafnaði Sylvía Þórðardóttir í öðru sæti á móti helgarinnar og tryggði sér þar með annað sæti í samanlögðu, með ein gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun að loknum fjórum mótum.

Sylvía er nýkomin heim af Norðurlandamóti sem fram fór í Lillehammer í Noregi, þar landslið Íslands atti kapp við sterkustu klifrara Norðurlandanna í línuklifri. Þar hafnaði hún í þrettánda sæti af nítján sem er prýðilegur árangur á fyrsta línuklifurmóti og gefur góð fyrirheit um framhaldið.