Alls greindust 139 einstaklingar með Covid-19 smit í gær samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum. Taka verður þessum tölum með þeim fyrirvara að ekki er búið að uppfæra upplýsingavefinn covid.is en það verður gert á morgun, mánudag.
Í upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi kemur fram að Covid-19 smitum í landshlutanum fer fækkandi. Alls eru 123 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit en þeir voru 156 í fyrradag. Á Akranesi eru 100 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit og 79 eru í sóttkví.
Á landinu öllu eru nú 1.664 í einangrun með virkt smit og 2.733 í sóttkví.