Óttar Bjarni Guðmundsson, fyrirliði karlaliðs ÍA í knattspyrnu, er á förum í sitt gamla lið, Leikni í Breiðholti. Þetta kemur fram á fotbolti.net. Greint verður frá félagaskiptum Óttars á morgun samkvæmt sömu frétt.
Óttar hefur leikið með ÍA frá árinu 2019 en hann var áður í herbúðum Stjörnunnar og HK.
Hann hóf hinsvegar meistaraflokksferilinn með Leikni í Breiðholti.
Óttar er 31 árs en hann hefur leikið stór hlutverk í hjarta varnarinnar hjá ÍA undanfarin þrjú tímabil.
Hann lék 58 leiki í efstu deild með ÍA og skoraði 3 mörk. Hann lék 8 leiki í Mjólkurbikarkeppninni og skoraði þar 1 mark.