Umboðsmaður Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun bæjarstjórnar Akraneskaupstaðar um ráðningu í starf slökkviliðsstjóra Slökkviliðs Akraness og Hvalfjarðarsveitar hafi ekki verið í samræmi við stjórnsýslulög. Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs Akraness.
Einn af umsækjendum, Einar Bergmann Sveinsson, kvartaði til umboðsmanns Alþingis í apríl á þessu ári. Kvörtun hans lýtur einkum að því að hæfasti umsækjandinn hafi ekki verið ráðinn m.a. vegna þess að rannsókn og samanburði á hæfni umsækjenda í ráðningarferli hafi verið ábótavant.
Umboðsmaður Alþingis kemst að þeirri niðurstöðu að við meðferð málsins hafi bæjarstjórn Akraness m.a. ekki fullnægt rannsóknarskyldu sinni samkvæmt 10. gr. stjórnsýslulag
Alls bárust 11 umsóknir um starfið en einn umsækjandi dró umsókn sína til baka. Jens Heiðar Ragnarsson var ráðinn i starfið í byrjun ársins 2021.
Í niðurstöðu umboðsmanns Alþingis kemur fram að ólíklegt annmarkar í ferlinu leiði til ógildingar á þeirri ráðningu sem hér um ræðir meðal annars vegna hagsmuna þess umsækjanda sem var ráðinn til starfa. Umboðsmaðu Alþingis leggur til að Akraneskaupstaður leiti leiða til þess að rétta hlut Einars.
Bæjarráð hefur falið bæjarstjóra frekari úrvinnslu málsins, m.a. að kanna möguleika þess að fá fund með umboðsmanni Alþingins til að unnt sé að draga nauðsynlegan lærdóm af niðurstöðunni til samræmis við tilmæli hans en tilteknar ráðningar hjá Akraneskaupstað eru lögum og reglum samkvæmt hjá bæjarstjórn.