Keppendur úr Kraftflyftingafélagi Akraness, ÍA, náðu frábærum árangri á bikarmóti í klassískum kraftlyftingum sem fram fór 20. nóvember. Þrír keppendur úr röðum ÍA tóku þátt.
Í kvennaflokki keppti Sylvía Ósk Rodriguez í -84 kg flokki kvenna. Hennar þyngstu lyftur voru 145 kg í hnébeygju, 82,5 kg í bekkpressu, 160 kg í réttstöðulyftu og samanlagður árangur 387,5 kg sem gefa 73,78 stig. Hún náði fram bætingum í öllum greinum og árangurinn tryggði henni 2. sætið í þyngdarflokknum.
Helgi Jón Sigurðsson keppti í -105 kg flokki karla var þetta í fyrsta sinn sem knattspyrnumaðurinn fyrrverandi keppir í kraftlyftingum. Hann lyfti þyngst 205 kg í hnébeygju, 115 kg í bekkpressu og 240 kg í réttstöðulyftu. Það gaf honum 560 kg í samanlagt, 72,65 stig og 2.sætið í þyngdarflokknum.
Í -120 kg flokki karla keppti Einar Örn Guðnason. Hans þyngstu lyftur voru 270 kg í hnébeygju, 185 kg í bekkpressu og 270 kg í réttstöðulyftu. Það gerðu 725 kg í samanlagt og 87,08 stig. Sá árangur tryggði honum 1. sætið í þyngdarflokknum og jafnframt var Einar annar stigahæsti keppandinn í karlaflokki.