Lilja Björk valin í 18 manna æfingahóp U-17 ára landsliðs kvenna í knattspyrnu

Skagakonan efnilega Lilja Björk Unnarsdóttir er í æfingahóp U-17 ára landsliðs kvenna sem æfir saman í dag 23. nóvember og á morgun 24. nóvember.

Hópurinn æfði einnig fyrr í þessum mánuði en þá voru 25 leikmenn í æfingahópnum – en að þessu sinni eru 18 leikmenn sem fá tækifæri.

Magnús Örn Helgason, er landsliðsþjálfari U17 kvenna, og fara æfingarnar fram í Skessunni í Hafnarfirði – og æfingaleikur fer fram miðvikudaginn 24. nóv. á heimavelli Vals í Reykjavík.

Næsta verkefni U-17 ára liðsins er önnur umferð undankeppni EM 2022, en dregið verður í riðla í desember.

Hópurinn

Harpa Helgadóttir – Augnablik
Hrafnhildur Ása Halldórsdóttir – Augnablik
Margrét Lea Gísladóttir – Breiðablik
Margrét Brynja Kristinsdóttir – Breiðablik
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir – Breiðablik
Elísa Lana Sigurjónsdóttir – FH
Lilja Lív Margrétardóttir – Grótta
Lilja Björk Unnarsdóttir – ÍA
Iðunn Rán Gunnarsdóttir – KA
Eva Stefánsdóttir – KH
Snæfríður Eva Eiríksdóttir – KH
Ísabella Sara Tryggvadóttir – KR
Eyrún Embla Hjartardóttir – Stjarnan
Margrét Rún Stefánsdóttir – Tindastóll
Fanney Inga Birkisdóttir – Valur
Katla Tryggvadóttir – Valur
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir – Valur
Bergdís Sveinsdóttir – Víkingur R.