Írena Rut og Jón á verðlaunapalli á Íslandsmóti „þaulreyndra“ í badminton

Íslandsmót öldunga í badmintoníþróttinni fór frma um s.l. helgi en Íslandsmót í þessum aldursflokki hefur ekki verið haldið um langt skeið. Badmintonsamband Íslands var framkvæmdaraðili mótsins sem fram fór í íþróttahúsinu við Strandgötu hjá Badmintonfélagi Hafnarfjarðar.

Skagakonan Írena Rut Jónsdóttir lék til úrslita í tvíliðaleik kvenna í flokki 35-49 ára. Þar keppt hún með Sigríði Theodóru Eiríksdóttur úr BH. Inga María Ottósdóttir og Sunna Karen Ingvarsdóttir úr Aftureldingu höfðu betur í úrslitaleiknum og fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum.

Skagamaðurinn Jón Sigurðsson sem er úr árgangi 1975 varð í öðru sæti í tvíliðaleik karla í flokki 45-54 ára. Hann varð einnig í öðru sæti í tvenndarleik í flokki 40-49 ára.

Tryggvi Nielsen og Njörður Lúðvíksson báðir úr TBR fögnuðu sigri en Jón varð í öðru sæti ásamt Kristjáni Daníelssyni úr BH.

Í tvenndarleiknum lék Jón með Guðbjörgu Jónu Guðlaugsdóttur úr TBR til úrslita þar sem að Tryggvi Nielsen og Elsa Nielsen úr TBR höfðu betur.

Írena Rut er hér lengst til vinstri á myndinni. Mynd/BSÍ
Jón Sigurðsson er hér lengst til hægri á myndinni. Mynd/BSÍ
Jón Sigurðsson er hér lengst til hægri á myndinni. Mynd/BSÍ