Útvarp Akraness hófst í dag 26. nóvember og verður útvarpið í gangi fram á miðjan dag á sunnudaginn 28. nóvember.
Útvarpið hefur verið með aðsetur í gamla Landsbankahúsinu við Akratorg.
Dagskráin er að venju fjölbreytt og margir áhugaverðir þættir.
Útvarp Akraness hefur verið á dagskrá allt frá árinu 1988 og er stór þáttur í fjáröflun Sundfélags Akraness.