Kristrún Bára Norðurlandameistari í hópkata

Kristrún Bára Guðjónsdóttir frá Karatefélagi Akraness fagnaði Norðurlandameistaratitli í hópkata um helgina.

Mótið fór fram í Stavanger í Noregi. Keppt var í þriggja manna liðum og með sigrinum lauk 9 ára bið Íslands eftir Norðurlandameistaratitli í þessari grein.

Móey María Sigþórsdóttir McClure frá Breiðablik og Freyja Stígsdóttir frá Þórshamri skipuðu íslenska liðið ásamt Kristrúnu Báru.

Karateæfingar sem flokkast undir kata eru formlegar, balletlíkar æfingar. Þar keppir einn í einu eða þriggja
manna hópur. Þrír til fimm dómarar horfa á og gefa stig fyrir framkvæmdina líkt og í fimleikum. Hreyfingarnar sem
gerðar eru, eru allar fyrirfram ákveðnar og einhver merking á bakvið sérhverja. í kata skiptir formið miklu máli og má
ekkert útaf bera. Einnig eru tímasetningar hreyfinga mikilvægar.