Það var mikið um að vera í íþróttahúsinu við Vesturgötu um s.l. helgi þar sem að Meistaramót ÍA í badminton fór fram. Mótið hét áður Atlamótið en sú breyting var gerð að á Meistaramóti ÍA er nú keppt um Atlabikarinn í einliðaleik í úrvalsdeild og í tvíliðaleik í úrvalsdeild er keppt um Harðarbikarinnar.
Atlabikarinn er til minningar um Atla Þór Helgason og Harðarbikarinn er til minningar um Hörð Ragnarsson.

Leikmenn úr röðum ÍA létu að sér kveða á mótinu líkt og fyrrum leikmenn ÍA eða leikmenn sem eiga ættir að rekja á Akranes.
Á meðal verðlaunahafa voru Arnar Freyr Fannarsson og Máni Berg Ellertsson úr ÍA.
Á verðlaunapall náðu einnig Róbert Þór Henn, fyrrum leikmaður ÍA, sem keppir í dag fyrir TBR en hann er sonur Laufeyjar Sigurðardóttur. Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir er einnig Skagakona og fyrrum leikmaður ÍA en hún keppir fyrir BH í Hafnarfirði.
Sigríður Árnadóttir, TBR, náði einnig flottum árangri en hún er dóttir Skagamannsins Árna Þórs Hallgrímssonar.
Kristian Óskar Sveinbjörnsson úr BH var einnig á verðlaunapalli en hann er sonur Skagakonunnar Irenu Ásdísar Óskarsdóttur.

Úrvalsdeild einliðaleikur karla:
1. sæti Daníel Jóhannesson TBR,
Róbert Þór Henn TBR og fyrrum leikmaður ÍA varð í öðru sæti.

Úrvalsdeild einliðaleikur kvenna:
1. sæti: Sigríður Árnadóttir TBR,
2. sæti: Júlíana Karitas Jóhannsdóttir, TBR.

Úrvalsdeild tvenndarleikur:
1. sæti: Sigríður Árnadóttir og Daníel Jóhannesson, TBR.
2. sæti: Þórunn Eylands og Davíð Bjarni Björnsson, TBR.

Úrvalsdeild tvíliðaleikur karla:
1. sæti: Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson, TBR.
2. sæti: Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson, TBR.

Úrvalsdeild tvíliðaleikur kvenna
1. sæti: Karolína Prus og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir, TBR.
2. sæti: Natalía Ósk Óðinsdóttir og Rakel Rut Kristjánsdóttir, BH.

1. deild einliðaleikur karla
1. sæti: Einar Óli Guðbjörnsson, TBR.
2. sæti: Kristian Óskar Sveinbjörnsson, BH.

1. deild einliðaleikur kvenna
1. sæti: Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir, BH.
2. sæti: Rakel Rut Kristjánsdóttir, BH

1. deild tvenndarleikur
1. sæti: Steinþór Emil Svavarsson og Natalía Ósk Óðinsdóttir, BH.
2. sæti: Kristian Óskar Sveinbjörnsson og Lilja Berglind Harðardóttir, BH.

1. deild tvíliðaleikur kvenna
1. sæti: Erla Rós Heiðarsdóttir BH og Jacqline Grech Licari, TBR.
2. sæti: Lilja Berglind Harðardóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir, BH.

2. deild einliðaleikur karla
1. sæti: Pétur Hemmingsen, TBR.
2. sæti Þórarinn Heiðar Harðarson, UMFA.

2. deild einliðaleikur kvenna
1. sæti Lilja Berglind Harðardóttir BH
2. sæti Iðunn Jakobsdóttir TBRLikeCommentShare

2. deild tvenndarleikur
1. sæti: Stefán Steinar Guðlaugsson og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir BH
2. sæti: Erla Rós Heiðardóttir og Jón Víðir Heiðarsson BH
