Minningu Atla – og Harðar haldið á lofti á Meistaramóti ÍA í badminton

Það var mikið um að vera í íþróttahúsinu við Vesturgötu um s.l. helgi þar sem að Meistaramót ÍA í badminton fór fram. Mótið hét áður Atlamótið en sú breyting var gerð að á Meistaramóti ÍA er nú keppt um Atlabikarinn í einliðaleik í úrvalsdeild og í tvíliðaleik í úrvalsdeild er keppt um Harðarbikarinnar.

Atlabikarinn er til minningar um Atla Þór Helgason og Harðarbikarinn er til minningar um Hörð Ragnarsson.

Leikmenn úr röðum ÍA létu að sér kveða á mótinu líkt og fyrrum leikmenn ÍA eða leikmenn sem eiga ættir að rekja á Akranes.

Á meðal verðlaunahafa voru Arnar Freyr Fannarsson og Máni Berg Ellertsson úr ÍA.

Á verðlaunapall náðu einnig Róbert Þór Henn, fyrrum leikmaður ÍA, sem keppir í dag fyrir TBR en hann er sonur Laufeyjar Sigurðardóttur. Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir er einnig Skagakona og fyrrum leikmaður ÍA en hún keppir fyrir BH í Hafnarfirði.

Sigríður Árnadóttir, TBR, náði einnig flottum árangri en hún er dóttir Skagamannsins Árna Þórs Hallgrímssonar.
Kristian Óskar Sveinbjörnsson úr BH var einnig á verðlaunapalli en hann er sonur Skagakonunnar Irenu Ásdísar Óskarsdóttur.

Úrvalsdeild einliðaleikur karla:
1. sæti Daníel Jóhannesson TBR,
Róbert Þór Henn TBR og fyrrum leikmaður ÍA varð í öðru sæti.

Úrvalsdeild einliðaleikur kvenna:
1. sæti: Sigríður Árnadóttir TBR,
2. sæti: Júlíana Karitas Jóhannsdóttir, TBR.

Úrvalsdeild tvenndarleikur:
1. sæti: Sigríður Árnadóttir og Daníel Jóhannesson, TBR.
2. sæti: Þórunn Eylands og Davíð Bjarni Björnsson, TBR.

Úrvalsdeild tvíliðaleikur karla:
1. sæti: Kristófer Darri Finnsson og Davíð Bjarni Björnsson, TBR.
2. sæti: Daníel Jóhannesson og Jónas Baldursson, TBR.

Úrvalsdeild tvíliðaleikur kvenna
1. sæti: Karolína Prus og Júlíana Karitas Jóhannsdóttir, TBR.
2. sæti: Natalía Ósk Óðinsdóttir og Rakel Rut Kristjánsdóttir, BH.

1. deild einliðaleikur karla
1. sæti: Einar Óli Guðbjörnsson, TBR.
2. sæti: Kristian Óskar Sveinbjörnsson, BH.

1. deild einliðaleikur kvenna
1. sæti: Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir, BH.
2. sæti: Rakel Rut Kristjánsdóttir, BH

1. deild tvenndarleikur
1. sæti: Steinþór Emil Svavarsson og Natalía Ósk Óðinsdóttir, BH.
2. sæti: Kristian Óskar Sveinbjörnsson og Lilja Berglind Harðardóttir, BH.

1. deild tvíliðaleikur kvenna
1. sæti: Erla Rós Heiðarsdóttir BH og Jacqline Grech Licari, TBR.
2. sæti: Lilja Berglind Harðardóttir og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir, BH.

2. deild einliðaleikur karla
1. sæti: Pétur Hemmingsen, TBR.
2. sæti Þórarinn Heiðar Harðarson, UMFA.

2. deild einliðaleikur kvenna
1. sæti Lilja Berglind Harðardóttir BH
2. sæti Iðunn Jakobsdóttir TBRLikeCommentShare

2. deild tvenndarleikur
1. sæti: Stefán Steinar Guðlaugsson og Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir BH
2. sæti: Erla Rós Heiðardóttir og Jón Víðir Heiðarsson BH

2. deild tvíliðaleikur karla
1. sæti Einar Óli Guðbjörnsson og Steinar Petersen, TBR.
2. sæti Arnar Freyr Fannarsson og Máni Berg Ellertsson, ÍA.