Ísak Bergmann skráði nafn sitt í sögubækur Sambandsdeildar UEFA

Eins og áður hefur komið fram á skagafrettir.is skoraði Ísak Bergmann Jóhannesson mark fyrir danska stórliðið FCK Kaupmannahöfn í Sambandsdeild Evrópu, UEFA.

Markið skoraði Skagamaðurinn í 4-0 sigri á útivelli gegn Lincoln Red Imps frá Gíbraltar.

Ísak Bergmann lagði einnig upp tvö mörk í leiknu og annar Skagamaður, Hákon Arnar Haraldsson, lagði upp fyrsta mark leiksins sem Ísak Bergmann skoraði.

Ísak Bergmann hefur nú skráð nafn sitt í sögubækur Sambandsdeildarinnar – en þetta er fyrsta tímabilið þar sem að keppt er í Sambandsdeild UEFA. Ísak Bergmann er fæddur árið 2003 og er því 18 ára. Hann er yngsti leikmaðurinn sem hefur skorað í Sambandsdeildinni.

FCK er komið áfram í 8 liða úrslit keppninnar en liðið mætir Slovan Bratislava í lokaumferðinni.