Umsókn um gistiheimili við Stillholt samþykkt hjá bæjarráði Akraness

Bæjarráð Akraness hefur samþykkt rekstrarleyfi fyrir gistiheimil sem verður með rými fyrir 26 gesti að Stillholti 23 á Akranesi.

Þetta kemur fram í fundargerð bæjarráðs.

Akranes Guesthouse er nafnið á gistiheimilinu í umsókninni. Fyrirtækið NH-2 ehf. er umsóknaraðilinn og Sigurður Sigurgeirsso er forsvarsmaður.

Umsagnir slökkviliðsstjóra og byggingarfulltrúa Akraneskaupstaðar liggja fyrir.

Í fundargerð bæjarráðs, segir enn fremur að með vísan til umsagnar byggingafulltrúa og slökkviliðstjóra, gerir ráðið ekki athugasemdir við útgáfu rekstrarleyfis til umsækjanda.

Í þessu húsi er ýmis fyrirtæki á 1. hæð, þar á meðal kaffihús, veitingastaður og verslun.