Badmintonmaður Akraness leikur til úrslita um tvenn gullverðlaun á HM eldri leikmanna

Skagakonan Drífa Harðardóttir er aðeins einu skrefi frá heimsmeistaratitli í tvíliðaleik kvenna og í tvenndarleik á HM eldri leikmanna (öldunga) sem fram fer á Spáni um þessar mundir.

Drífa, sem er badmintonmaður Akraness 2019 og 2020, keppir í flokki 40-44 ára og keppir hún með Elsu Nielsen úr TBR í tvíliðaleiknum.

Elsa og Drífa léku gegn Mhairi Armstrong og Suzanne Brewer frá Englandi í undanúrslitum í dag og sigruðu þar örugglega 21-9 og 21-14. Á morgun, laugardaginn 4. desember, mæta þær Dongsoon AN og Eunsil Kim frá Suður-Kóreu í úrslitaleiknum um HM gullið.

Drífa Harðardóttir er einnig komin í úrtslit í tvenndarleik með Dananum Jesper Thomsen. Drífa og Jesper sigruðu Mark Constable og Lynne San frá Englandi 21-11 og 21-9. Þau munu mæta Alex Marritt og Rebeccu Pantaney en þeim er raðað númer 1 í mótið að þessu sinni.

Nánar á

https://www.tournamentsoftware.com/sport/tournament…

Einnig er bein útsending á YouTube

https://www.youtube.com/c/B%C3%81DMINTONSPAIN