Frændurnir í Kajak stinga sér á bólakaf í tónlistarbrunn „grunge tónlistar“ í nýju lagi

Frændurnir Sigurmon Hartmann og Hreinn Elíasson hafa á undanförnum árum vakið athygli fyrir tónlistarsköpun sína sem hljómsveitin Kajak.

Nýverið gáfu þeir út nýtt lag þar sem að þeir leita í tónlistarbrunn grunge tónlistarinnar frá tíunda áratug síðustu aldar.

Lagið heitir Cut me like a Rose – smelltu hér til að hlusta.

„Tónlistarstefna okkar hefur tekið örlitlum breytingum eftir að við byrjuðum að æfa sem live hljómsveit með Þorvaldi Ingveldarsyni trommara og Birgi Þórissyni hljómborðsleikara. Það má segja að ást okkar á grunge tónlist níunda áratugarins og gítarnum hafi endurvaknað í kjölfar æfinganna, sem skín vonandi í gegn í nýja laginu,” segja frændurnir við Skagafréttir.

Sigurmon og Hreinn eiga ættir að rekja á Akranes.

Sigurmon Hartmann er sonur Kolbrúnar Söndru Hreinsdóttur og Sigurðar Jónssonar knattspyrnumanns –
sem eru bæði búsett á Akranesi.

Hreinn Elíasson er bróðursonur Kolbrúnar. Skagamaðurinn Elías Hartmann Hreinsson, er faðir hans og Halldóra Halla Jónsdóttir frá bænum Gröf er móðir Hreins.

http://localhost:8888/skagafrettir/2018/08/10/solskinid-kalladi-a-okkur-nyr-solrikur-sumarslagari-fra-kajak/
http://localhost:8888/skagafrettir/2017/10/23/hlyr-blaer-og-sol-a-lofti-i-nyju-lagi-fra-skagasveitinni-kajak/