Lyflækningadeild HVE lokað vegna Ómikróm-afbrigðis Covid-19 veirunnar

Alls greindust 126 einstaklingar með Covid-19 smit á landinu í gær og voru 73 þeirra utan sóttkvíar. Rúmlega 3000 sýni voru tekin á landinu í gær.

Nú eru 1.943 einstaklingar í sótt­kví, 1.577 í ein­angr­un með Covid-19 smit og 106 í skimun­ar­sótt­kví.

Á Akranesi hefur lyflækn­inga­deild Sjúkra­húss­ins á Akra­nesi verið lokað. Ástæðan er sú að sá sem greind­ist fyrst með Ómíkron-af­brigði kór­ónu­veirunn­ar hér á landi lá á deild­inni.

Deildin verðu lokuð í að minnsta kosti tvo til þrjá daga. Þá hef­ur starfs­fólk verið sent í sótt­kví og sjúk­ling­ar sömu­leiðis. Sýna­tök­ur eru í gangi sem stend­ur að sögn Jó­hönnu Fjólu Jó­hann­es­dótt­ur, for­stjóra Heil­brigðis­stofn­un­ar Vest­ur­lands. „Við höf­um verið í skimun­um og þær eru aft­ur fram­kvæmd­ar í dag,“ seg­ir Jó­hanna í sam­tali við mbl.is en RÚV greindi fyrst frá.

Á Vesturlandi eru 106 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit og 105 einstaklingar eru í sóttkví.