Skagakonan, Elsa María Guðlaugs Drífudóttir, hefur vakið mikla athygli fyrir fagmannleg vinnubrögð sem fréttamaður RÚV á Vesturlandi og Vestfjörðum.
Elsa María ólst upp á Akranesi, býr í Borgarnesi og ferðast reglulega um Vesturlan og Vestfirði þaðan sem hún flytur fréttir.
Nýverið birti Elsa María stutt myndband þar sem hún útskýrir hvað hún er að gera í vinnunni – og það er óhætt að segja að myndbandið hafi vakið athygli.
Um 30.000 hafa skoðað myndbandið frá því að það fór í loftið fyrir tveimur dögum.