Vala María fékk „Háttvísisverðlaun GSÍ og Leynis“ 2021

[adrotate banner=“261″]

Vala María Sturludóttir fékk á dögunum Háttvísisverðlaun Golfsambands Íslands og Leynis.

Um er að ræða farandverðalaunabikar sem veittur er kylfingi undir 18 ára aldri sem endurspeglar hvað mest þá eiginleika sem Leynir vill sjá í afreksefnaunglingum sínum. Það er þjálfari Leynis sem tilnefnir kylfinginn.

Í umsögn Leynis um Völu Maríu kemur eftirfarandi fram:

Vala María fær háttvísisverðlaun GSÍ árið 2021. Vala María er einstaklingur sem skarar framúr með framúrskarandi hegðun og góðri fyrirmynd fyrir aðra kylfinga, bæði unga sem aldna í klúbbnum.
Vala María er mikil keppnismannekja sem mætir á allar æfingar sem henni bjóðast, leggur sig alltaf fram og vill alltaf gera betur.
Vala María er dugleg að mæta á aukaæfingar utan skipulagðrar æfingatíma og voru framfarirnar í sumar í takt við það.
Hún lækkaði úr 18 í forgjöf niður í 9.8 og spilaði nokkra hringi undir 80 höggum einungis 13 ára gömul.
Hún er mikil fyrirmynd bæði innan golfvallar sem utan og við getum verið stolt af því að Vala María er félagi í Golfklúbbnum Leyni.