Það verður sannkölluð jólastemning á Akratorgi næstu tvær helgar á jólamarkaði þar sem að ýmislegt er í boði.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.
Fjölbreyttur varningur er til sölu á markaðnum, ýmis konar handverk, bækur og matvara.
Um næstu helgi, 11.-12. desember verður jólamarkaðurinn í gamla Landsbankahúsinu og er það gert þar sem að veðurspáin er ekki hagstæð.
Helgina 18.-19. desember verður á ný boðið upp á jólamarkað og vonandi verður veður til þess að vera með þann viðburð utandyra.
Í tilkynningu Akraneskaupstaðar kemur fram að gestir hugi vel að sóttvörnum, grímuskylda er á markaðnum oog samkvæmt gildandi sóttvarnarreglum er 50 manna takmarkanir.
Gestir eru beðnir um að virða sóttvarnareglur einsog best verður á kosið.
Skagamenn nær og fjær eru hvattir til þess að gera sér ferð á torgið og upplifa jólaandann á Akranesi.