Nýjustu Covid-19 tölurnar á Akranesi – föstudaginn 10. desember 2021


Alls greindust rúmlega 100 einstaklingar í gær með Covid-19 smit á landinu. Yfir helmingur þeirra sem greindist í gær var í sóttkví.

Á Vesturlandi er staðan þannig að alls eru 40 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit og 92 eru í sóttkví.

Á Akranesi eru 17 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit og 21 eru í sóttkví.

Flestir eru í sóttkví Borgarnesi í landshlutanum – eða tæplega 50 og 15 eru í einangrun í Borgarnesi með Covid-19 smit.

Aðeins Búðardalur er með ekkert smit í landshlutanum samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Vesturlandi.