Áhugaverð loftmynd frá Akranesi – gríðarlegar breytingar

Á vef Ljósmyndasafns Akraness eru margar skemmtilegar myndir og sumar þeirra vekja mikla athygli. Hér er ein þeirra sem er líklega tekin á árunum 1957-1960.

Ljósmyndin er tekin úr flugvél af lögrelumanni sem kallaður var Siggi lögga.

Fremst á myndinni má m.a. sjá verslun Einars Ólafssonar við Skagabrautina en á þessum tíma var ekki búið að byggja við verslunina eins og hún lítur út í dag.

Arnardalur, sem var dvalarheimili fyrir aldraða og síðar félagsmiðstöð er þarna fyrir aftan Einarsbúð. Athygli vekur á þessari mynd er uppbyggingin sem á sér stað við Háholt, Vogabraut og Brekkubraut.

Tvö hús eru á miðri mynd sem voru fjarlægð þegar kom að því að búa til svæði fyrir götu sem í dag er Kirkjubraut – skammt frá þeim stað þar sem að einu umferðaljós bæjarsins standa.