Miklar raskanir framundan vegna framkvæmda við Suðurgötu

Á næstu mánuðum verða miklar framkvæmdir á Suðurgötu og verður gatan ekki aðgengileg sem vegtenging á milli bæjarhluta á meðan framkvæmdir standa yfir.

Um er ræða veituframkvæmdir á milli efri gatnamóta við Mánabraut um og yfir gatnamót Merkigerðis.

Suðurgata verður botnlangagata frá Skagabraut að Merkigerði, ekki verður hægt að fara um gatnamót Merkigerðis.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipulags- og umhverfissviði Akraneskaupstaðar.

Áætlað er að fyrsta áfanga við verkið hefjist 13.12.2021 og verði lokið í febrúar á næsta ári.

Næsti áfangi við veituframkvæmdir við Suðurgötu er svo frá Merkigerði í átt að Skagabraut.

Suðurgata verður því lokuð sem vegtenging milli bæjarhluta fram á næsta vor.