Covid-19 smitum fer hratt fækkandi á Akranesi

Alls greindust 146 einstaklingar með Covid-19 smit á landinu í gær.

Þetta kemur fram á vefnum covid.is. Alls voru 93 þeirra sem greindust í gær utan sóttkvíar.

Á landinu öllu eru tæplega 1400 einstaklingar í einangrun með Covid-19 smit, flestir á aldrinum 6-12 ára, og tæplega 2.500 eru í sóttkví.


Lögreglan á Vesturlandi hefur birt yfirlit um stöðu mála í þéttbýliskjörnum umdæmisins.

Þar kemur fram að á Akranesi eru aðeins 9 í einangrun með Covid-19 smit á Akranesi og aðeins 8 eru í sóttkví.