Púlsinn – skólablað Grundaskóla kom nýverið út en þar er að venju greint frá því sem er efst á baugi í skólalífinu í fjölmennasta skóla Akraneskaupstaðar.
Útgáfa Púlsins á sér langa sögu en blaðið hefur komið út í rúman aldarfjórðung og er blaðið í ár 26. árgangur Púlsins.
Þetta kemur fram á vef Grundaskóla.
Útgáfa blaðsins heldur vel utanum skólasögu Grundaskóla og er í alla staði glæsilegt skólablað.
Í anda umhverfisverndar Grundaskóla er útgáfan að mestu rafræn en nokkur eintök prentuð til að hafa á bókasafni skólans.