Sementsreitur: Hér eru myndir af hugmyndinni sem endaði í fjórða sæti

Eins og fram hefur komið áður á Skagafréttum hefur Akraneskaupstaður ákveðið að taka tilboði Fastefli ehf. í byggingarétt á allt að 115 íbúðum á 6 lóðum á Sementreit. Fastefli ehf. mun greiða rúmlega 800 milljónir kr. fyrir lóðirnar.

Um er að ræða fyrsta áfanga í uppbyggingu á svæðinu en á næstu misserum verða 300 íbúðir reistar til viðbótar á svæðinu.

Við val á bjóðanda var horft annarsvegar til útlits og gæði bygginga og hinsvegar til byggingarréttargjalds. ARKÍS arkitektar eru hönnuðir af þessari tillögu sem fyrirtækið vann fyrir Fastefli ehf.

Alls buðu fjórir aðilar í verkefnið.

Hér er tillagan sem endaði í fjórða sæti frá Bryggja 2 ehf og THG Arkitektum.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/12/14/milli-fjalls-og-fjoru-sjadu-hvernig-fyrsti-hluti-sementsreitsins-mun-lita-ut/