Ágúst Linn opnaði glugga nr. 15 af „Skaginn syngur inn jólin“

„Skaginn syngur inn jólin“ er skemmtilegt tónlistarverkefni sem Ólafur Páll Gunnarsson og Hlédís Sveinsdóttir settu á laggirnar í fyrsta sinn í fyrra.

Þau hafa nú ýtt þessu verkefni úr vör annað árið í röð þar sem að Skagamenn eru líkt og áður í aðalhlutverki í tónlistaratriðum.

Alls er 24 tónlistaratriði á dagskrá og verður einn gluggi opnaður kl. 7 á hverjum morgni fram að jólum.

Mikil leynd hvílir yfir flytjendum en atriðin voru tekin upp í Bíóhöllinni á Akranesi í nóvember.

Ágúst Bernhardsson Linn opnaði glugga nr. 15, í Skaginn syngur inn jólin.

Heiðar Mar Björnsson, Arnar Óðinn Arnþórsson og Snorri Kristleifsson sáu um upptökur á efninu og Sigurður Ingvar Þorvaldsson var á tökkunum hvað varðar hljóðupptökur. Ingimar Elfar Ágústsson er tæknistjóri og Heiðar Mar er með yfirumsjón á samsetningu.

Hljómsveitarstjórinn er Birgir Þórisson, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans á Akranesi. Með honum í hljómsveitinni eru Birgir Baldursson (trommur), Reynir Snær Magnússon (gítar), Sigurþór Þorgilsson (bassi).