Fermingarsystkin drifkraftar í viðamiklum endurbótum á Innri-Hólmskirkju

Nýverið var fjallað er um áhugavert verkefni í Hvalfjarðarsveit í þættinum Að Vestan á sjónvarpsstöðinni N4. Þar hafa fermingarsystkin verið drifkrafturinn í endurbótum á Innra-Hólmskirkju.

Á næsta ári verða 130 liðin frá því að kirkjan var byggð og er stefnt að því að endurbótum verði lokið fyrir þann tíma.

Kirkjan var ekki í góðu ástandi þegar ráðist var í endurbætur en verkið gengur vel og hafa margir lagt hönd á plóginn í þessu verkefni.

Nánar er fjallað um verkefnið og sögu kirkjunnar hér.

Söfnunarreikningur kirkjunnar er :
Reikningsnúmer: 0326-22-187
Kennitala: 660169-5129