Nýtt húsnæði fyrir fatlað fólk verður ekki byggt í Jörundarholti – ný staðsetning í vinnslu

Bæjarstjórn Akraness hefur hætt við áform um að reisa nýtt hús á opnu svæði í Jörundaholti sem mun nýtaast sem húsnæðisúrræði fyrir fatlað fólk.

Þessi nýbygging átti að vera á einni hæð og átti jafnframt að falla vel að núverandi byggð.

Þessi áform féllu ekki í góðan jarðveg hjá mörgum íbúum á Akranesi og þá sérstaklega íbúum í Jörundarholti.

Fram kemur í fundargerð bæjarstjórnar frá því í gær að bæjarstjórnin hafi einsett sér það verkefni að finna kjarnanum nýja staðsetningu í sátt við samfélagið og þá sem málið varðar.

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/09/06/bref-til-baejarfulltrua-og-ibua-akraness/

http://localhost:8888/skagafrettir/2021/07/19/nytt-hus-a-opnu-svaedi-i-jorundarholti-mun-baeta-husnaedisoryggi-fatlads-folks/