Skagamenn fyrstir allra til að skila inn stafrænni húsnæðisáætlun til HMS

Akraneskaupstaður skrifaði fyrsta kaflann í stafrænni húsnæðisáætlun hjá Húsnæðis og mannvirkjastofnun. Akranes er fyrsta sveitarfélagið sem skilar inn stafrænni húsnæðisáætlun HMS.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Akraneskaupstað.

Nánar á vef Akraneskaupstaðar.

Megin markmið með gerð húsnæðisáætlana er því að stuðla að auknu húsnæðisöryggi heimilanna og draga fram mynd af því hver staða húsnæðismála er í hverju sveitarfélagi fyrir sig.

Vinna við stafrænu húsnæðisáætlunina á upphaf sitt að rekja til viljayfirlýsingar um fjölgun íbúða, eflingu stafrænnar stjórnsýslu og upplýsingagátt sem var undirrituð af þáverandi félags- og barnamálaráðherra Ásmundi Einari Daðasyni, Soffíu Guðmundsdóttur framkvæmdastjóra leigufélagsins Bríetar, Hermanni Jónassyni forstjóra HMS og Sævari Frey Þráinssyni bæjarstjóra Akraneskaupstaðar þann 22. desember 2020.

Verkefnið er eitt af sjö verkefnum sem viljayfirlýsingin nær til og snýr að eflingu stafrænnar stjórnsýslu í húsnæðis- og byggingarmálum.

Miðspá íbúaþróunar í húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar miðast við 2,2% vöxt íbúa á hverju ári sem er í takt við þróun undanfarinna ára.

Háspá tekur hins vegar mið af úthlutuðum lóðum og áformum Akraneskaupstaðar um lóðaúthlutanir á næstu árum.

Því má sjá að fyrirætlanir kaupstaðarins um uppbyggingu anna eftirspurn m.v. háspá en eru vel ríflegar m.v. miðspá.

Ef rýnt er í áætlanir varðandi leikskóla má sjá að áætlanir um uppbyggingu munu anna eftirspurn til næstu 10 ára m.v. miðspá íbúaþróunar en svo er ekki ef háspá verður að veruleika.

Þá má jafnframt sjá að huga þarf að því með hvaða hætti sveitarfélagið þurfi að bregðast við fjölgun í grunnskólum en m.v. núverandi áætlanir um uppbyggingu verður komin umframþörf sem nemur 98 nemendum árið 2026 m.v. háspá en sem nemur 101 nemanda árið 2031 gangi miðspá eftir. Húsnæðisáætlun verður endurskoðuð árlega.

Húsnæðisáætlun Akraneskaupstaðar fyrir árið 2022 aðgengileg hér fyrir neðan.