Barnaverndarnefnd Akraness fær nýjan formann

Tryggvi Bjarnason er nýr formaður barnaverndar á Akranesi.

Tillaga þess efnis var samþykkt á síðasta fundi bæjarstjórnar.

Á fundinum kom fram beiðni frá Sigrúnu Guðnadóttur þar sem hún óskaði eftir lausn frá störfum sem formaður barnaverndarnefndar.

Barnaverndarnefnd Akraness er því þannig skipuð:

Tryggvi Bjarnason, formaður
Ragnheiður Stefánsdóttir (S) varaformaður
Guðríður Haraldsdóttir (S) aðalmaður
Hafrún Jóhannesdóttir (D) aðalmaður
Hildur Karen Aðalsteinsdóttir (D) aðalmaður

Anna Þóra Þorgilsdóttir (B) varamaður formanns
Guðríður Sigurjónsdóttir (S) varamaður
Sigríður Björk Kristinsdóttir (S) varamaður
Ólöf Linda Ólafsdóttir (D) varamaður
Þórður Guðjónsson (D) varamaður