Ingólfur lætur af störfum sem forstjóri Skaginn 3X

Ingólfur Árnason hefur látið af störfum sem forstjóri Skaginn 3X.

Ingólfur er stofnandi fyrirtækisins sem hefur á undanförnum árum verið einn fjölmennasti vinnustaður Akraness.

Frá þessu var greint á fundi með starfsmönnum hátæknifyrirtækisins í morgun samkvæmt heimildum Skagafrétta.

Guðjón Ólafsson hefur nú þegar tekið við sem forstjóri fyrirtækisins til bráðabirgða.

Skaginn 3X og stórfyrirtækið Baader sameinuðu krafta sína snemma á þessu ári. Baader eignaðist meirihluta í fyrirtækinu en Ingólfur Árnason var áfram forstjóri Skaginn 3X – þar til í dag.

Um 1500 starfsmenn vinna hjá fyrirtækjunum eftir sameininguna.

Baader er alþjóðlegt fyrirtæki með um 100 ára sögu að baki. Fyrirtækið er í fremstu röð þegar kemur að hönnun tækja fyrir matvælaiðnað. Fyrirtækið er með starfsstöðvar í yfir 100 löndum og sex heimsálfum.

Skaginn 3X er með starfsstöðvar bæði á Akranesi og Ísafirði.

http://localhost:8888/skagafrettir/2020/10/29/althjodlega-storfyrirtaekid-baader-eignast-meirihluta-i-skaginn-3x/