Kór Akraneskirkju bauð upp á stórglæsilega jólatónleika í Vinaminni þann 16. desember 2021.
Fjöldi listamanna kom fram með kórnum. Hilmar Örn Agnarsson er stjórnandi Kórs Akraneskirkju. Sópran söngkonurnar Björg Þórhallsdóttir og Ásta Marý Stefánsdóttir sungu einsöng, líkt og Bjarni Atlason baritónsöngvari.
Þrír hljóðfæraleikarar léku undir með kórnum í þessu verkefni, Þorgrímur Jónsson lék á kontrabassa, Matthías Stefánsson lék á fiðlu og Kjartan Valdimarsson lék á píanó.
Dagskrá tónleikanna var fjölbreytt og hér má sjá og heyra Vetrarljós. Benny Andersson & Björn Ulvaeus / Guðmundur Kristjánsson / Radds. Gunnar Gunnarsson.
Jólatónleikar Kórs Akraneskirkju 2021 – „Vetrarljós“
By
skagafrettir